Sorg og áföll

Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Takk fyrir að taka vel á móti fermingarbörnunum!

Börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar ganga í hús um land allt dagana 31. október – 3. nóvember með bauk frá Hjálparstarfi kirkjunnar sem er merktur, númeraður og lokaður með innsigi. Börnin gefa þannig af tíma sínum til að safna fé til verkefna Hjálparstarfsins í Afríku. Kærar þakkir fyrir að taka vel á móti börnunum!

Meðal þess sem börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar fá að kynnast í vetur er þróunarsamvinna og hjálparstarf á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Fermingarbörnin fá að kynnast aðstæðum sem fólkið á verkefnasvæðum býr við og rætt er um sameiginlega ábyrgð á því að allir jarðarbúar fái lifað mannsæmandi lífi.

Í kjölfar fræðslunnar ganga fermingarbörnin í hús og safna framlögum til verkefna sem kynnt hafa verið. Fyrir söfnunina fá börnin leiðbeiningar um framkomu, öryggi og að gleyma ekki að vera vel klædd. Börnunum er uppálagt að fara alltaf tvö og tvö saman og foreldrar eru hvattir til að ganga með þeim. Börnin fá endurskinsmerki merkt Hjálparstarfi kirkjunnar til að bera á meðan fjáröflun stendur.

„Með verkefninu gefist tækifæri til að fræða fermingarbörnin um gildi náungakærleiks á áþreifanlegan hátt. Með því skapast einnig mótvægi við síbylju neikvæðra frétta og tækifæri til að skynja að öll getum við lagt eitthvað af mörkum,“ sagði Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri kirkjunnar, við undirbúning söfnunarinnar.

Börn í fermingarfræðslu hafa í meira en tuttugu ár lagt sitt af mörkum til Hjálparstarfs með því að ganga í hús með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Framlag fermingarbarna er afar mikilvægt en árið 2021 söfnuðu þau rúmum 8 milljónum króna með þessum hætti.

Styðja má fjáröflun fermingarbarna til verkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku með því að hringja í söfnunarsíma 907 2003 og gefa 2.500 krónur, leggja upphæð að eigin vali inn á reikning 0334-26-56200, kennitala 450670-0499 eða greiða með greiðslukorti á vefsíðu Hjálparstarfs kirkjunnar.

Skráning hafin í barnakórinn

Fyrsta æfing barnakórs Hveragerðiskirkju verður miðvikudaginn 5.október. Skráning fer fram á skramur.is undir Hveragerðiskirkju.

Stjórnandi kórsins er Unnur Birna Björnsdóttir.

KFUM og KFUK hefst á ný 5.september

Safnaðarstarfið að hefjast á ný

Fyrsta guðsþjónusta haustsins verður í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 4.september nk. Fermingarbörn og forráðamenn eru boðin sérstaklega til þeirrar stundar.

Þá hefst í byrjun september starf KFUM fyrir börn í 5.-7.bekk og 8.-10.bekk og verður það nánar auglýst síðar.

Barnakórinn undir stjórn Unnar Birnu Björnsdóttur byrjar aftur í september og skráning verður auglýst þegar nær dregur.

Foreldramorgnarnir eru byrjaðir aftur að loknu sumarleyfi. Þeir eru á þriðjudagsmorgnum kl. 11-13 og opnir öllum foreldrum með litlu börnin sín.

Aðalsafnaðarfundur Kotstrandarsóknar

Aðalsafnaðarfundur Kotstrandarsóknar árið 2022 verður haldinn í
Kotstrandarkirkju miðvikudaginn 8. júní kl. 18:00.
Á dagskrá eru aðalfundarstörf samkvæmt reglum þar um. Rætt verður um
safnaðarstarf, málefni kirkjunnar og þá sérstaklega fyrirhugaða viðgerð á
gluggum kirkjunnar, en nauðsynlegt er að ráðast í þá framkvæmd og mikilvægt að safnaðarfólk mæti til fundarins og kynni sér þau fjárfreku áform.
Í fundarlok verða kaffiveitingar.
                                                Sóknarnefnd Kotstrandarkirkju.

Skráning er hafin í fermingarfræðslu

Skráning er hafin í fermingarfræðslu í Hveragerðisprestakalli og fermingar vorsins 2023.

Skráning fer fram hér: https://hveragerdiskirkja.skramur.is/input.php?id=1

Allar nánari upplýsingar veitir sóknarprestur.

Aðalsafnaðarfundi frestað

Aðalsafnaðarfundi Kotstrandarsóknar sem vera átti í dag, mánudag 30.maí, hefur verið frestað.

Aðalsafnaðarfundur Kotstrandarsóknar

Aðalsafnaðarfundur Kotstrandarsóknar verður haldinn í Kotstrandarkirkju mánudaginn 30.maí 2022 kl. 18. Venjuleg aðalfundarstörf.

Aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar 2022

Aðalsafnaðarfundur Hveragerðissóknar verður haldinn í Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 31.maí nk. kl. 17. Venjuleg aðalfundarstörf.

Verum öll hjartanlega velkomin!